Aðlögun

Ég er farinn að gerast nokkuð hagvanur hér í Varsjá eftir næstum fimm mánaða dvöl þetta árið, að viðbættum þeim þremur mánuðum sem ég dvaldi hér árið 2016. Nú þegar rúmur mánuður er í Íslandsför og til margs að hlakka eftir heimkomuna er tilhlökkunin samt blendin því ég kann vel við mig hérna og á … Halda áfram að lesa: Aðlögun

Kjósum lýðræði

Þegar Facebook fréttaveitan fyllist skyndilega af niðurstöðum úr kosningaprófum fjölmiðla, sem vinir og kunningjar hafa tekið og birt á sínum veggjum, er maður minntur á að kjördagur nálgast. Þema kosningaprófanna þetta árið eru frambjóðendur sem vilja sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu sammála sjálfum sér. Það er ágætis byrjun. Hvað svo sem … Halda áfram að lesa: Kjósum lýðræði

Ævisögubrot #3

Tímamót. Þessi stund þegar lífið breytist – tekur nýja stefnu – og allt verður einhvern veginn öðruvísi en áður. Maður getur verið meðvitaður um stundina þegar tímamót verða – skapar þau kannski sjálfur. En önnur eru meiri tilviljunum háð, koma jafnvel óvænt. Ef til vill áttar maður sig ekki á því fyrr en löngu síðar … Halda áfram að lesa: Ævisögubrot #3

Ævisögubrot #2

Hver er elsta minningin þín? Þegar maður leitar eftir svari við þessari spurningu kemur ýmislegt upp í hugann. Flest af því minningarbrot – glefsur og glampar. Það er ekki einfalt að átta sig á hvernig minni manns virkar og hvað af því sem maður man byggist á upplifun á ákveðnum atburði og hvað er stutt … Halda áfram að lesa: Ævisögubrot #2

Minnismerki

Það eru víða minnismerki í Póllandi. Þau eru af ýmsum gerðum og uppruna en minnismerki tengd hernaði eru áberandi mörg. Um sum þessara minnismerkja er almenn sátt en önnur eru umdeildari. Ég ætla hér að segja frá einu minnismerki sem ég sá á ferð minni um vestur Pólland nýverið. Það hefur greinilega þótt viðeigandi að … Halda áfram að lesa: Minnismerki

Mannlíf

Fyrir nokkru var ég staddur í miðborg Varsjár. Þar sem ég stóð fyrir utan veitingastað gaf sig á tal við mig maður. Sá var augljóslega nokkuð við skál án þess þó að vera áberandi drukkinn. Hann heilsaði kurteislega og hafði svo engin umsvif við að koma sér að efninu. En þar sem pólskukunnátta mín er … Halda áfram að lesa: Mannlíf

Svæðismiðlar

Svæðisfjölmiðlun er mikilvæg fyrir samskipti íbúa, þróun lýðræðis og sköpun sjálfsmyndar. Aðgangur að upplýsingum um samfélagið og möguleiki til þátttöku í umræðum um þróun þess hafa sérstaklega verið tilgreind meðal mikilvægra þátta í lífsgæðum í dreifðari byggðum. Það skiptir máli að hafa „eigin rödd“ sem ber á borð málefni samfélagsins og skapar samtal um mál … Halda áfram að lesa: Svæðismiðlar

Kaþólska og fóstureyðingar

„The Politics of Morality: The Church, the State, and Reproductive Rights in Postsocialist Poland“ nefnist bók sem kom út hjá bandarísku háskólabókaforlagi árið 2015. Höfundur er Joanna Misthal, bandarískur mannfræðiprófessor af pólskum uppruna. Ég keypti þessa bók í bókabúð hér í Varsjá fyrir tæpri viku síðan. Þar rakst ég á eina eintakið af henni í … Halda áfram að lesa: Kaþólska og fóstureyðingar